þriðjudagur, 12. maí 2015

Grill úr vörubrettum og hellum.


Mig langaði alveg hrikalega mikið í grill á pínulitlu svalirnar mínar, en langaði alls ekki að það myndi taka allar svalirnar og þá hefði ég ekkert pláss fyrir blóm og fleira dúllerí. Þannig hugmyndin var að útbúa það sjálf úr vörubrettum og hellum. Ég hafði séð mjög sniðugar hugmyndir á netinu með allskyns húsgögnum og borðum sem voru gerð úr vörubrettum og grill sem eru hlaðin með hellum eða múrsteinum... En ekkert sem var bæði gert úr vörubretti og hellum..

Já svalirnar eru sko pinkupons liggur við eins manns svalir, þannig mig langaði að geta sett grillið upp þegar það var i notkun og tekið svo niður og haft blóm og svona þegar það var ekki í notkun.
Hér koma myndir en ég á ábyggilega eftir að gera þetta eitthva huggulegra með tímanum.
Setja t.d kryddplöntur fremst á brettin og láta hanga á því.

Hér sjáiði útkomuna, og já það var sko grillað strax.....  :)




laugardagur, 18. apríl 2015

Keramik skólaverkefnin


Góðan dag, í dag langar mig að sýna ykkur það sem ég hef verið að gera í keramik í skólanum.
þetta á allt eftir að fara í brennslu og ekki allt alveg tilbúið...
mér finnst hrikalega gaman í keramik þó að það sé tímafrekt að móta leirinn í höndunum, þá er þetta einsog hálfgerð hugleiðsla og alveg svakalaega róandi.
oft myndast skemmtileg stemming í tímum, allir að leira og spjalla saman á meðan... en stundum eru allir mjög niðursokknir í sín verkefni og það eina sem við heyrum er útvarpið...

Skólinn fer að klárast og mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki tekið annan áfanga í keramik, því þetta er svo gaman...  hefði verið til í að læra á rennibekk.. og einnig að setja í gifs, fyrir fjöldaframleiðslu.

Hér koma nokkrar myndir af hlutunum mínum....

 Hér eru notaðar tvær aðferðir og ákvað ég að gera háan disk á fæti, sem hægt væri að nota undir osta eða jafnvel kerti. Ég á eftir að móta hann betur áður en hann fer í brennslu.

Þetta verkefni kallast kúpitalismi þar sem áttu ekki að vera nein mjúk form, bara horn... Ég veit ekki enn hva ég ætla að nota þetta fyrir en gæti verið skál, vasi eða blómapottur....

 Ég varð það óheppinn um daginn að vasinn sem ég bjó til brotnaði, þegar ég var á leiðinni í skólann, ég varð ekkert smá svekkt, því hann var tilbúinn fyrir brennsluna og þetta var fyrsta verkefnið mitt í skólanumn. En maður verður bara að halda áfram og ég er að gera annan vasa, en ætla að haa hann hærri...
hér sjáið þið hvernig þetta er gert. Þetta kallast pulsuaðferðin.



Þegar pulsan er komin ofaná þá er saumað, og síðan slétt vel úr...  síðan er bara sett önnur og önnur pulsa ofaná , þar til hluturinn er kominn í þá hæð og form sem þér þykir fallegt... því næst þarf hann að þorna svo hægt sé að slétta úr honum með ýmsum áhöldum...


Hlakka til að sýna ykkur lokaútkomuna...  eigið góða helgi.
kv Álfadís.

miðvikudagur, 15. apríl 2015

Fjársjóður fundinn



Ég átti leið mína á nytjamarkað um daginn, því mér finnst svo gaman að sjá hvað leynist þar, stundum getur maður verið ógurlega heppin einsog ég var í þetta skiptið.
Ég elska svart og hvítt og hef ég haft augun á svona röndóttum bollum sem eru mjög smart, svo hefur mig langað í flotta salt og piparkvörn en týmdi nú ekki að borga rúmar 7000 kr fyrir einn stauk.
Ég hoppaði inní nytjamarkað um daginn og rakst á þessa flottu bambus pipar og salt stauka...  þeir gripu strax athygli mína stórir og flottir og á 700 kr báðir tveir, VÁ ég var ekkert smá sátt greip þá og skoðaði mig um og viti menn rakst á þennan flotta svarta og hvíta röndótta bolla frá galzone denmark.... já stundum er maður heppin. bollinn kostaði litlar 200 kr.

Auðvitað small ég nokkrum myndum af fjársjóðnum mínum til að sýna ykkur.

hér er bollinn, algjört æði.

Galzone denmark, flott hönnun.


bambus salt og pipar staukarnir eru hrikalega smart... og eiga eftir að koma sér vel.

má bjóða þér kaffi og með því.. heimagert heilsunammi, uppskrift síðar.

þriðjudagur, 14. apríl 2015

Hugleiðingar um lífið


Núna undanfarið þá hef ég mjög mikið verið að hugsa um hvað ég vil verða þegar ég er orðin stór, þó ég sé nú orðin 31 árs gömul... þá er maður allt sitt líf að læra, það er sko margt sem lífið getur gefið manni, en maður þarf líka að læra að grípa tækifærin þegar þau bjóðast manni. Ég vill oft svolítið reyna að skipuleggja framtíð mína, og ofhugsa hvað það er sem ég vil verða þegar ég er orðin stór... ég vil klára stúdent, því það var eitt af mínum markmiðum í lífinu.
mér er svo sem sama hvenar en bara að það gerist einn daginn, því þá veit ég að ég verð mjög stolt af mér að hafa klárað eitthvað...  ég er nefnilega ein af þeim sem byrja á hlutunum en næ svo ekki að klára að mér finnst, þó ég hafi afrekað hina ýmsu smávæglegu hluti, þá geri ég oft frekar lítið úr þeim einhvernvegin, og finnst þeir ekkert merkilegir....
einsog maður eigi að vera svona og hinsegin því að manni er sagt það og þannig á það að vera, að lifa í einhverskonar kassa með sýna menntun, stofna fjölskyldu, gifta sig og eignast hús og bíl og blabla...
afhverju ekki bara að lifa því lífi sem maður vill og ekki það sem aðrir vænta af manni og þjóðfélagið segir manni....  ég finn fyrir mikilli pressu frá öðrum að ég verði að eignast barn, eða fæ spurningu einsog átt þú ekki barn? ó ég hélt það einhvernvegin..... eða ertu ólétt því ég bætti smá kílóum á mig sem eru núna að fá að fjúka... en common má ég ekki bara gera það sem ég vil án þess að það sé einhver pressa, og afhverju þarf ég að stressa mig að ljúka náminu mínu núna einsog fljótt og ég get því ég er orðin þetta gömul og ekki með stúdentspróf! ég veit ég set þessa pressu mjög mikið á mig sjálfa... að drífa mig í þessu og hinu og gera betur, því ég er ekki að gera nóg.. og ríf mig niður.

Það er margt sem ég vil fá útúr lífinu, en það er líka margt sem hamlar manni þegar maður er að kljást við kvíðaröskun og lítið sjálfstraust, það tekur vinnu að rífa sig uppúr því og er ég búin að vera í starfsendurhæfingu síðustu mánuði, vinna í sjálfri mér og já það er bara ekkert auðvelt... en ef ég get það þá hlýt ég að geta gert það sem ég vil og látið drauma mína rætast.

Ég hef ákveðið að blása bara hérna á blogginu mínu einstaka sinnum og ekki reyna að vera með eitthva fullkomið blogg og allskyns fullkomna pósta... ætla bara að vera hreinskilin, því jú það er bara alltaf best.

Ég ætla að segja þetta gott í bili og hlakka til að blása næst...
svo fáið þið að fylgjast með bláa skápnum sem ætlar sko að pirra mig pínu með þessum mörgu lögum af málningu sem eru eitthvað að þrjóskast að komast af...



föstudagur, 10. apríl 2015

My home



Svona meðan við bíðum eftir að sjá bláa skápinn sætan og fínan, þá ákvað ég að skella af nokkrum myndum í stofunni minni...

Ég var enda við að skella svartri lady lakk málningu á borðstofuborðið, ég var orðin ansi þreytt á hinum ýmsu tilraunum með kalk og bæs á borðplötuna sem hélst ekkert sérstaklega vel á...
það er enn eftir að dúlla við smáatriðin í stofunni... einsog t.d setja myndir eða eitthva fallegt fyrir ofan sófann..  fallega púða, hengja upp loftljós og fleira.

En við konurnar könnumst við þetta ;) endalaust verið að græja og gera og kallarnir orðnir ansi þreyttir á okkur...

En hér koma nokkrar myndir inn í helgina, vonandi hafið þið gaman af, og ekki vera hrædd við að commenta hjá mér eða skrifa á vegginn, mér þykir alltaf gaman að heyra frá ykkur....

 Fersk blóm og kertaljós eru algjört möst, flísin er frá Magnoliu og kertaglasið frá house doctor..

 Dásemdin ein...

Borðið nýlakkað svart, síðan sést þarna ljósið sem bíður eftir að verða hengt upp.
það gerði ég með því að kaupa bastkörfu í söstrene grene og snúran og peruístæðið er frá byko
heildarkostnaður um 3000 kr.

Hér er hillan sem ég sýndi ykkur um daginn, ég er ferlega skotin í henni..

Hér er allur sjónvarpsveggurinn... málningin er frá sérefni og heitir signature grey.. greinar settar í háan vasa og plain skápur frá ikea..  

 Þessa fékk ég eitt sinn í tiger á rúmar 400 kr fyrir báða, hef haldið svolítið uppá þá.

Bakkann fékk ég í góða hirðinum, planið er að ná þessu svarta af, því hann er ákaflega fallegur svona hrár.. auðvitað er sófaborðið líka svart og það léttir aðeins yfir því útaf glerinu.. fersk blóm í fallegum litum og grár sófi... ákaflega kósý...

Stundum er gaman að leika sér með að stilla hlutum upp og taka myndir... 
gamall rammi sem varð fyrir barðinu a svörtu málningunni..


Ég vona að þið eigið góða helgi framundan!
fylgist svo spennt með bláa skápnum :)




fimmtudagur, 9. apríl 2015

Litli blái skápurinn fær makeover part 1


Það er ýmislegt verið að gera og græja hérna heima...   núna er ég að taka gamlan skáp í gegn sem mér askotnaðist fyrir löngu síðan... Fyrst ætlaði ég að selja hann, en er fegin að ég hætti við það.
Hann er ákaflega blár greyið og þegar pússvinnan byrjaði þá kom sko í ljós lag af hvítri málningu og myntugrænni og svo smá slekja af gráu úff.... þetta verður eitthvað!!!
Ég var alveg við það að hætta við þetta. En með þolinmæði og pússerí þá tekst þetta á endanum.
Já núna eru sko svalirnar undirlagaðar haha... allt í ryki og sandpappír.

Hér er hann fyrir mynd...

síðan hendi ég inn myndum á morgun.. er byrjuð að pússa toppinn, en held að þar sé mest af málningunni....  síðan er ein hurðin tilbúin og skúffufronturinn...
Ég þurfti sko að taka skúffuna í sundur því botninn var orðinn svo beyglaður og ónýtur...
Ég ætla líka að reyna að ná í stelpuna sem ég keypti hann af og athuga hvort það sé einhver skemmtileg saga bakvið hann, en skápurinn kemur alla leið frá snæfellsnesi.

Fylgist með á morgun..
:)

laugardagur, 4. apríl 2015

DIY- Hillur í stofuna...


Veiiii loksins eru hillurnar komnar upp... og ég er alveg í skýjunum með útkomuna...

Hérna eru fyrir og eftir myndir..
Veggurinn hálf tómlegur greyið svona grár.. en hann var málaður með málningu frá sérefni sem heitir signature grey.. ákaflega hlýlegur og fallegur.
það er nú kominn sjónvarpsskápur á vegginn líka en ég á eftir að henda inn fleiri myndum vom bráðar...  





Og hér er dásemdin..  þykkar hillur sem ég lét saga í 115 cm langar hillur og síðan var bæsað léttilega yfir með snilldar bæsi frá Slippfélaginu..
Hvernig finnst ykkur útkoman?


 Puntinu var nú hent upp í flýti til að sýna ykkur útkomuna ;) 

 Flísin frá magnoliu fær að njóta sín undir kerti í augnablikinu...  spurning að fjárfesta í fleirum, ákaflega smart..