föstudagur, 10. apríl 2015

My home



Svona meðan við bíðum eftir að sjá bláa skápinn sætan og fínan, þá ákvað ég að skella af nokkrum myndum í stofunni minni...

Ég var enda við að skella svartri lady lakk málningu á borðstofuborðið, ég var orðin ansi þreytt á hinum ýmsu tilraunum með kalk og bæs á borðplötuna sem hélst ekkert sérstaklega vel á...
það er enn eftir að dúlla við smáatriðin í stofunni... einsog t.d setja myndir eða eitthva fallegt fyrir ofan sófann..  fallega púða, hengja upp loftljós og fleira.

En við konurnar könnumst við þetta ;) endalaust verið að græja og gera og kallarnir orðnir ansi þreyttir á okkur...

En hér koma nokkrar myndir inn í helgina, vonandi hafið þið gaman af, og ekki vera hrædd við að commenta hjá mér eða skrifa á vegginn, mér þykir alltaf gaman að heyra frá ykkur....

 Fersk blóm og kertaljós eru algjört möst, flísin er frá Magnoliu og kertaglasið frá house doctor..

 Dásemdin ein...

Borðið nýlakkað svart, síðan sést þarna ljósið sem bíður eftir að verða hengt upp.
það gerði ég með því að kaupa bastkörfu í söstrene grene og snúran og peruístæðið er frá byko
heildarkostnaður um 3000 kr.

Hér er hillan sem ég sýndi ykkur um daginn, ég er ferlega skotin í henni..

Hér er allur sjónvarpsveggurinn... málningin er frá sérefni og heitir signature grey.. greinar settar í háan vasa og plain skápur frá ikea..  

 Þessa fékk ég eitt sinn í tiger á rúmar 400 kr fyrir báða, hef haldið svolítið uppá þá.

Bakkann fékk ég í góða hirðinum, planið er að ná þessu svarta af, því hann er ákaflega fallegur svona hrár.. auðvitað er sófaborðið líka svart og það léttir aðeins yfir því útaf glerinu.. fersk blóm í fallegum litum og grár sófi... ákaflega kósý...

Stundum er gaman að leika sér með að stilla hlutum upp og taka myndir... 
gamall rammi sem varð fyrir barðinu a svörtu málningunni..


Ég vona að þið eigið góða helgi framundan!
fylgist svo spennt með bláa skápnum :)




1 ummæli:

Rósir og rjómi sagði...

Fallegt, ég verð að splæsa í svona kertastjaka, búin að langa svo lengi í þennig!