þriðjudagur, 14. apríl 2015

Hugleiðingar um lífið


Núna undanfarið þá hef ég mjög mikið verið að hugsa um hvað ég vil verða þegar ég er orðin stór, þó ég sé nú orðin 31 árs gömul... þá er maður allt sitt líf að læra, það er sko margt sem lífið getur gefið manni, en maður þarf líka að læra að grípa tækifærin þegar þau bjóðast manni. Ég vill oft svolítið reyna að skipuleggja framtíð mína, og ofhugsa hvað það er sem ég vil verða þegar ég er orðin stór... ég vil klára stúdent, því það var eitt af mínum markmiðum í lífinu.
mér er svo sem sama hvenar en bara að það gerist einn daginn, því þá veit ég að ég verð mjög stolt af mér að hafa klárað eitthvað...  ég er nefnilega ein af þeim sem byrja á hlutunum en næ svo ekki að klára að mér finnst, þó ég hafi afrekað hina ýmsu smávæglegu hluti, þá geri ég oft frekar lítið úr þeim einhvernvegin, og finnst þeir ekkert merkilegir....
einsog maður eigi að vera svona og hinsegin því að manni er sagt það og þannig á það að vera, að lifa í einhverskonar kassa með sýna menntun, stofna fjölskyldu, gifta sig og eignast hús og bíl og blabla...
afhverju ekki bara að lifa því lífi sem maður vill og ekki það sem aðrir vænta af manni og þjóðfélagið segir manni....  ég finn fyrir mikilli pressu frá öðrum að ég verði að eignast barn, eða fæ spurningu einsog átt þú ekki barn? ó ég hélt það einhvernvegin..... eða ertu ólétt því ég bætti smá kílóum á mig sem eru núna að fá að fjúka... en common má ég ekki bara gera það sem ég vil án þess að það sé einhver pressa, og afhverju þarf ég að stressa mig að ljúka náminu mínu núna einsog fljótt og ég get því ég er orðin þetta gömul og ekki með stúdentspróf! ég veit ég set þessa pressu mjög mikið á mig sjálfa... að drífa mig í þessu og hinu og gera betur, því ég er ekki að gera nóg.. og ríf mig niður.

Það er margt sem ég vil fá útúr lífinu, en það er líka margt sem hamlar manni þegar maður er að kljást við kvíðaröskun og lítið sjálfstraust, það tekur vinnu að rífa sig uppúr því og er ég búin að vera í starfsendurhæfingu síðustu mánuði, vinna í sjálfri mér og já það er bara ekkert auðvelt... en ef ég get það þá hlýt ég að geta gert það sem ég vil og látið drauma mína rætast.

Ég hef ákveðið að blása bara hérna á blogginu mínu einstaka sinnum og ekki reyna að vera með eitthva fullkomið blogg og allskyns fullkomna pósta... ætla bara að vera hreinskilin, því jú það er bara alltaf best.

Ég ætla að segja þetta gott í bili og hlakka til að blása næst...
svo fáið þið að fylgjast með bláa skápnum sem ætlar sko að pirra mig pínu með þessum mörgu lögum af málningu sem eru eitthvað að þrjóskast að komast af...



Engin ummæli: