Ég átti leið mína á nytjamarkað um daginn, því mér finnst svo gaman að sjá hvað leynist þar, stundum getur maður verið ógurlega heppin einsog ég var í þetta skiptið.
Ég elska svart og hvítt og hef ég haft augun á svona röndóttum bollum sem eru mjög smart, svo hefur mig langað í flotta salt og piparkvörn en týmdi nú ekki að borga rúmar 7000 kr fyrir einn stauk.
Ég hoppaði inní nytjamarkað um daginn og rakst á þessa flottu bambus pipar og salt stauka... þeir gripu strax athygli mína stórir og flottir og á 700 kr báðir tveir, VÁ ég var ekkert smá sátt greip þá og skoðaði mig um og viti menn rakst á þennan flotta svarta og hvíta röndótta bolla frá galzone denmark.... já stundum er maður heppin. bollinn kostaði litlar 200 kr.
Auðvitað small ég nokkrum myndum af fjársjóðnum mínum til að sýna ykkur.
hér er bollinn, algjört æði.
Galzone denmark, flott hönnun.
bambus salt og pipar staukarnir eru hrikalega smart... og eiga eftir að koma sér vel.
má bjóða þér kaffi og með því.. heimagert heilsunammi, uppskrift síðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli