laugardagur, 18. apríl 2015

Keramik skólaverkefnin


Góðan dag, í dag langar mig að sýna ykkur það sem ég hef verið að gera í keramik í skólanum.
þetta á allt eftir að fara í brennslu og ekki allt alveg tilbúið...
mér finnst hrikalega gaman í keramik þó að það sé tímafrekt að móta leirinn í höndunum, þá er þetta einsog hálfgerð hugleiðsla og alveg svakalaega róandi.
oft myndast skemmtileg stemming í tímum, allir að leira og spjalla saman á meðan... en stundum eru allir mjög niðursokknir í sín verkefni og það eina sem við heyrum er útvarpið...

Skólinn fer að klárast og mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki tekið annan áfanga í keramik, því þetta er svo gaman...  hefði verið til í að læra á rennibekk.. og einnig að setja í gifs, fyrir fjöldaframleiðslu.

Hér koma nokkrar myndir af hlutunum mínum....

 Hér eru notaðar tvær aðferðir og ákvað ég að gera háan disk á fæti, sem hægt væri að nota undir osta eða jafnvel kerti. Ég á eftir að móta hann betur áður en hann fer í brennslu.

Þetta verkefni kallast kúpitalismi þar sem áttu ekki að vera nein mjúk form, bara horn... Ég veit ekki enn hva ég ætla að nota þetta fyrir en gæti verið skál, vasi eða blómapottur....

 Ég varð það óheppinn um daginn að vasinn sem ég bjó til brotnaði, þegar ég var á leiðinni í skólann, ég varð ekkert smá svekkt, því hann var tilbúinn fyrir brennsluna og þetta var fyrsta verkefnið mitt í skólanumn. En maður verður bara að halda áfram og ég er að gera annan vasa, en ætla að haa hann hærri...
hér sjáið þið hvernig þetta er gert. Þetta kallast pulsuaðferðin.



Þegar pulsan er komin ofaná þá er saumað, og síðan slétt vel úr...  síðan er bara sett önnur og önnur pulsa ofaná , þar til hluturinn er kominn í þá hæð og form sem þér þykir fallegt... því næst þarf hann að þorna svo hægt sé að slétta úr honum með ýmsum áhöldum...


Hlakka til að sýna ykkur lokaútkomuna...  eigið góða helgi.
kv Álfadís.

Engin ummæli: