Það er svo góð tilfinning þegar allt er hreint og fínt á heimilinu, búið að lofta vel út og viðra sængurnar.
Hrein rúmföt og láta renna í heitt bað.
Ferskar rósir, góður heimilisilmur og friður og ró.
En góðan heimilis ilm getur verið erfitt að finna, og oft kostar hann frekar mikinn aur.
Ég er hinsvegar með góða lausn á þeim vanda....
Það sem þið þurfið fyrir þetta DIY verkefni er :
lítil krukka helst með mjóum háls
volgt vatn,
Góða ilmkjarnaolíu, eða fleiri sem þið getið svo blandað saman til að búa til ykkar eiginn ilm.
(Ég nota ilmkjarnaolíurnar frá Kærleikskveðja, hægt er að skoða allt um þær inná mydesign.is)
Og að lokum bambusstangir eða bara einfaldlega litlar trjágreinar sem þið finnið úti.
Byrjið á að hella volgu vatni í flöskuna, því næst setjiði nokkra dropa i hana, olían sem ég er með er svolítið sterk þannig ég setti bara þrjá dropa. Þetta fer allt eftir stærðinni á krukkunni og einnig hversu sterk olían er.
Það er bara um að gera að prófa sig áfram.
Og að lokum er öðrum endanum á greininni dýft ofaní og hinn endinn síðan settur ofaní krukkuna.
Ef ykkur finnst lyktin dofna þá er um að gera að snúa greininni og setja hinn endan ofaní.
Eigið góðan sunudag og segið mér endilega hvernig til tókst :)
2 ummæli:
Jei!!! Flott hugmynd!
Gaman að segja frá því að ég er sú sem stofnaði Kærleikskveðjuna, er reyndar nýlega búin að selja merkið:)
En....virkilega gaman að heyra að þér líkar olíurnar:) :)
Takk fyrir vel heppnað og skemmtilegt blogg:), ég fylgist alltaf með þér.
kveðja
Kristjana
En skemmtilegt :) ja olíurnar eru æðislegar frá þér og takk kærlega fyrir hrósið. Ég verð bara duglegri að blogga þegar ég fæ svona skemmtilegt comment.
Skrifa ummæli