laugardagur, 4. apríl 2015

DIY- Hillur í stofuna...


Veiiii loksins eru hillurnar komnar upp... og ég er alveg í skýjunum með útkomuna...

Hérna eru fyrir og eftir myndir..
Veggurinn hálf tómlegur greyið svona grár.. en hann var málaður með málningu frá sérefni sem heitir signature grey.. ákaflega hlýlegur og fallegur.
það er nú kominn sjónvarpsskápur á vegginn líka en ég á eftir að henda inn fleiri myndum vom bráðar...  





Og hér er dásemdin..  þykkar hillur sem ég lét saga í 115 cm langar hillur og síðan var bæsað léttilega yfir með snilldar bæsi frá Slippfélaginu..
Hvernig finnst ykkur útkoman?


 Puntinu var nú hent upp í flýti til að sýna ykkur útkomuna ;) 

 Flísin frá magnoliu fær að njóta sín undir kerti í augnablikinu...  spurning að fjárfesta í fleirum, ákaflega smart..

Engin ummæli: