sunnudagur, 27. október 2013

Gamlir trékassar



Finnst ykkur gamlir veðraðir trékassar ekki æðislegir?

Það finnst mér...

Það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að nota þá í.
En stundum getur verið erfitt að finna svona kassa.
Átvr búðirnar hafa verið með þá, þeir koma oft undir vínflöskurnar.
En þeir eru reyndar frekar litlir.
Svo hef ég séð þá á sorpu líka, fólk fleygir þessu bara.
(sem er alveg synd)

Ég fékk nokkra kassa í átvr um daginn.
setti eina ini eldhús, til að nota sem hillu undir kryddið.
og hinn setti ég inná bað, undir baðdót og punt.

En hvað getum við gert fleira sniðugt við þessa kassa.
Eruð þið með einhverjar hugmyndir?


Mjög sniðugt og kemur flott út, að nota þá sem bókahillu.




Setja lítil hjól undir, þau fást í verkfæralagernum í ýmsum stærðum og gerðum.


skella einum kassa a hjólið.

Nota undir smádót.


Sniðugt að mála þá.



Um að gera að nota hugmyndaflugið.

Engin ummæli: