Mig langar aðeins að segja ykur frá þeim verkefnum sem eru framundan hjá mér.
Ég er ymislegt að dunda mér við þessa dagana.
Hef verið að búa til kerti með fallegum myndum á.
Hreindýr, íkorna og síðan er refur kominn í safnið
Þessi kerti eru til sölu hjá mér, og hægt er að nálgast þau með því að senda mér mail á agustajonas@hotmail.com eða póst á Álfadís.
Síðan er það þessi fallegi gamli stóll, sem mér áskotnaðist.
Hann fær nýtt áklæði á setu og verður pússaður.
Síðan er ég að velt því fyrir mér hvort ég eigi að bæsa hann eða halda honum svona hráum.
Um daginn keypti ég þessar gömlu hurðar á bland.
Og úr þeim verður eitthvað voðalega fallegt, sem á að koma á óvart :)
Síðan eru nokkrar spýtur, sandpappír, bæs, snagar og stensill, sem bíður mín á vinnustofunni.
það verður gaman.
Því ég ætla að búa til fallega snaga, sem bætast við rustic winter línuna.
Ilmkertagerðin gengur eitthvað hægt, þar sem það er mjög tímafrekt að blanda ilmkjarnaolíunum, og finna rétta ilminn.
Það verða semsagt fjórir ilmir í rustic winter línunni.
sweet cinnamon
northern lights
winter berry
white christmas
Vonandi tekst það vel til.
Það á eftir að koma í ljós.
Er líka með gamalt furuskrfborð, sem er að fá make over.
Verð með hirslur fyrir skartgripi til sölu, takmarkað magn.
Þannig fylgist vel með.
Svo er ýmislegt fleira á döfinni ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli