sunnudagur, 10. nóvember 2013

Heimilið mitt - smá brot - skreytingar

 
 íbúðin sem ég bý í,er aðeins 50 fm.
Og fyrir manneskju sem hefur mjög mikinn áhuga á skreytingum heimilisins og hönnun.
Þá eru ekki margir möguleikar í svona lítilli íbúð.
 
En ég reyni mitt besta.
 
Oftast eru persónulegir hlutir skemmtilegastir, þegar kemur að innanhús hönnun
Þeir gera einhvernveginn heimilið að þínu.
og geta sett skemmtilega stemmingu og karakter.
 
 
 
 
Um daginn fann ég þessar litlu tröppur, sem enginn vildi eiga.
Þær voru furulitaðar einsog sést neðst á fætinum, ( er ekki alveg búin að mála)
 
Ég málaði þær lauslega með hvítri málningu, og leyfði viðnum aðeins að koma í gegn.
 
Kassinn sem er ofaná, fékk ég í átvr.
hann er einstaklega flottur að mínu mati, og virkar soldið einsog bakki.
 
Spurning hvort hann verðu bæsaður dekkri, eða hvort ég leyfi honum bara að njóta sín,
einsog hann er.
 
takið líka eftir textanum sem er á hliðinni
Vin de table de france doux
coufis....
 
Einhver góður í frönsku hérna?
 
 
 
 
 


Ilmkerti sem er í vinnslu fékk að vera á honum, gömul flaska, sem fær að geyma kerti.
Hata ekki kertin sko :)
 
Kerti sem ég gerði fyrir mig með textanum
Dont fuck with me
 
Soldið töffaralegt.
 
Þeir sem vilja eitt slíkt, geta haft samband við mig í skilaboðum.
 
Síðan gaf móðir mín mér þenna kertastjaka, sem hún fékk í góða.
óskaplega fallegt hvernig munstrið lýsist á vegginn.
 
Svo glittir þarna í smá grein, sem ég týndi úti og fékk hún að njóta sín í háum gólfvasa.
 
Hvernig finnst ykkur svo stóllinn?
hann fékk ég gefins.
 
Ég ákvað að rífa áklæðið af sessunni og tyllti þessu röndótta efni frá ikea á.
Ég er rosa skotin í honum.
 
Næst á dagskrá er að kaupa heftibyssu, til að festa áklæðið vel og vandlega, svo það fari nú ekki neitt.
 
 



 
Hreindýtið heilsar ykkur í rokinu.
og ilmkertið frá sia, kemur okkur í smá jólafíling
spiced pommander....
 
 

 
Gamla fallega kommóðan, sem fékk nýjar höldur og fína hvíta málningu á sínum tíma.
Antik myndavélarnar, auðvitað kertin og skilti sem ég bjó til.
 
 
 
Þið sjáið að það þarf ekki að vera dýrt, eða kosta mikinn pening að gera soldið kósý heima við.
 
Vona að þið hafið notið bloggsins og fylgist með því sem ég er að gera.
Alltaf gaman að fá skemmtileg comment frá ykkur.
 
Eigið góða viku.

2 ummæli:

Rósir og rjómi sagði...

Vínkassinn og stóllinn eru æði!

Unknown sagði...

takk fyrir það :)
Stóllinn er í algjöru uppáhaldi :)