þriðjudagur, 12. nóvember 2013

Hugleiðing dagsins - borð

 
 
 
Góðan daginn gott fólk
 
Kyrrlátur morgun og svolítið kalt úti.
Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að ráðast á að gera eitt stykki skrifborð.
 
Er löngu búin að sanka að mér fjórum breiðum spýtum, fótum úr góða
svo á maður alltaf skrúfur.
 
Þetta verkefni bíður mín bara.....
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Mig langar líka ofboðslega mikið að búa til eitt stykki  borðstofborð,skrifborð eða sófaborð úr gamalli hurð.
 
En hef ekki plássið hér heima í mínum 50 fm :)
 
Er einhver hér sem væri til í þannig borð...
 Ég skal sýna ykkur mynd af svipuðu
 
Ég er nefnilega með eina svona hvíta hurð sem ég gæti notað. 
 


Þessi er frekar slitin, en mér finnst mjög flott samt sem áður.
 


2 ummæli:

Sunna sagði...

Er að skoða bloggið þitt í fyrsta sinn, skemmtilegt ;)

Ef ég væri með pláss væri ég sko til í svona! Hef líka mikið spáð í að gera mitt eigið borðstofuborð, ég á bara enga borðstofu og hef enga reynslu af því að smíða.

Unknown sagði...

Takk fyrir það Sunna :)

Ég er einmitt bara í 50 fm íbúð, en er samt með frekar stórt borðstofuborð sem eldhúsborð.

Það er samt svo auðvelt að gera svona borð, í raun engin smíði. Bara redda sér gamalli hurð td góði hirðirinn, bland... og fætur fást í ikea eða góða :)

Svo er bara að skrúfa það á.
Ef þig vantar einhverntiman aðstoð við þetta, þá hóaru bara i mig :)