miðvikudagur, 13. nóvember 2013

Stjarnan mín og stjarnan þín.....

 
 
Við erum eflaust öll farin að huga að því að setja upp jólaljós...
eða allavega ég :)
Það er svo huggulegt í skammdeginu, að horfa á fallegt ljós.
 
En mig langar ekki að hafa það svona hefðbundið, og setja það meðfram glugganum.
Mikið hefur verið um frekar stórar jólastjörnur úr greinum og svo er sería sett í hana.
 
Hafiði ekki séð svona útum allt núna?
 
minnir meira að segja að þær kosta alveg sitt.
 

 
Ef manni langar mikið í svona fallega stjörnu, verður maður þá ekki bara að bjarga sér?
Jú auðvitað !
 
 
 
 
 
 
Ferðinni var heitið í Elliðárdalinn í dag.
Þar týndi mín nokkrar greinar, þegar heim var komið þá tók ég brúnt snæri sem ég keypti í söstrene gröne fyrir stuttu.
síðan stytti ég greinarnar og batt vel saman þrjár greinar.
Tók svo næstu þrjár og festi allt saman.
Voila!
 
Mjög einfalt og fljótlegt.
Svo var lítil sería sett á stjörnuna.
Ekkert smá ánægð með  útkomuna:)
 
 
Síðan fengu gráu Hreindýrapúðarnir sem ég gerði uim daginn að fylgja með.
fannst það eitthvað svo vetrarlegt og kósý með stjörnunni.


 
 
 
 
 
 


 
 

 


Engin ummæli: