miðvikudagur, 12. febrúar 2014

Eldhús pælingar.....


Ert þú ein af þeim sem er oft að pæla og breyta, heima við?

Ég skil þig svo vel, því það er bara einfaldlega svo gaman...
hér koma nokkrar hugmyndir, fyrir eldhúsið.
sem gaman er að skoða.


 Orðin þreytt á eldhússkápunum?
þá er bara um að gera að taka upp pensilinn og byrja að mála.
þessi myntugræni lífgar mjög mikið uppá.

Algjör draumur að hafa einn fallegan skap, undire leirtauið, og að sjálfsögðu smá punt.


Sniðugt að breyta aðeins til og hafa grófan, flottan bekk við eldhúsborðið.


Sniðug hugmynd.


flottur ketill, svo sést glitta í efni sem er sett í stað skápahurða.

Hugmynd fyrir eldhúsáhöld.


Skemmtilega raðað í skápinn. allt í krukkum.


gamla góða ikea borðið. og stólarnir flottir.


Svona eyjur eru alveg nauðsynlegar á hvert eldhús.

Persónulega finnst mér það að hafa engar skápahurðar í eldhúsinu, frekar flott.
eða þá að hafa svona efni fyrir.
Sérstaklega ef eldhúsið er lítið.

Gömul vigt sem eldhúspunt.

Þessi hugmynd er mjög sniðug.
gamall kassi nýttur undir eldhúsdót.

Engin ummæli: