Þá er komið að því að sýna ykkur aðeins heimilið mitt.
Ég flutti til kærastans í lok síðasta árs, og það tók sinn tíma að koma öllu mínu dóti fyrir.
Meðan á þessu hefur staðið, þá hef ég sett borðstofuborðið í litla eldhúsið, fært það síðan í stofuna, losað okkur við húsgögn og komið inn með annað.
Keypt lítið eldhúsborð sem fékk svarta mállningu (sýni ykkur seinna)
og verið endalaust að dúlla hér heima.
En ég lofaði ykkur fyrir langalöngu að sýna ykkur tr0ppuhillu sem ég og faðir minn smíðuðum.
Ég tók því miður engar myndir af ferlinu, en þetta er voða einfalt.
fyrir þá sem vilja upplýsingar þá er ekkert mál að aðstoða :)
Hillan kostaði semsagt ekki mikið því spýturnar fékk ég frítt, .þetta eru gamlar veðraðar spýtur sem ég fann, svo var farið á sorpu og þar var akkurat félagi kærastans að henda keossviðsplötu.
þannig hún fékk að fljóta með heim.
Síðan dúlluðum ég og pabbi við að smíða hana og saga til, en það tók kannski 3 tíma allt í allt.
Hillan er enn frekar hrá, hef ekki enn getað ákveðið hvort ég eigi að halda henni svona eða mála.
hvað finnst þér?
Þar sem ég bjó áður, þá fékk hún að vera inná baði undir handklæðin og annað smádót.
En núna er hún í stofunni.
Er reyndar eina feðrina enn búin að breyta, nú fá bækurnar að vera í henni og smá punt efst :)
2 ummæli:
Ekkert smá flott tröppuhilla :)
Takk kærlega fyrir það :)
mér finnst hun bara soldið flott svona hrá, en spurning hvort hún fái málningu seinna :)
Skrifa ummæli