Maður þarf að vera frekar hugmyndaríkur þegar heimilið er ekki stórt.
Einsog þið vitið þá flutti ég til kærastans í krúttlega kjallaraíbúð, og hef ég undanfarið verið að gera það heimilislegt og kósý.
Kærastinn átti gamlar myndir sem hann hafði fengið frá fjölskyldunni og þær voru í frekar fyrirferðamiklum römmum, þannig að ég ákvað að taka þær bara úr römmunum.
Síðan tók ég eftir góðum stað til að hengja þykkt snæri á tvo króka, og hengja síðan myndirnar þar á með tréklemmum...
það kom bara svona skemmtilega út, að ég fann gamlar myndir frá mér og hengdi líka, svo er bara að bæta fleiri myndum við. Sniðugt líka að skipta þeim út þegar maður vill :)
gluggaskraut gamall engill og glerkrukka sem eg fékk í góða hirðinum.
Hér sjáiði myndirnar, mjög einfalt að útbúa þetta.
Þar sem við erum í kjallara og glugginn frekar hátt uppi, þá gat ég fest króka undir gluggakistuna.
Steinseljan komin í stofugluggann.
1 ummæli:
Flott hugmynd hjá þér!
Skrifa ummæli