þriðjudagur, 25. mars 2014

Uppskrift - Dásamlega gott heilsunammi



Mig hefur lengi langað að prófa að gera gott heilsunammi, og um daginn fann ég fuullkomna uppskrift. þessi er mjög einföld og það þarf ekkert að baka bara setja í kæli.
bragðast rosalega vel og geymist inní ískáp vel og lengi, Einnig hægt að gera mikið magn og frysta.
Þið verðið ekki sviknar af þessu nammi ;)
verði ykkur að góðu.

Það sem þarf
  • 1 bolli organic hnetusmjör
  • 2/3 bolli hunang
  • 1/2 bolli kókosolía
  • 2 bollar tröllahafrar, ég notaði frá sollu.
  • 2 bollar af kókos, sólkjarnafræ og graskersfræ  {eða þíhn eigin blanda af hnetum, þurrkuðum ávöxtum og fræjum) égt notaði heslihnetur og kókos.
  • Dökkt súkkulaði saxað, dreift yfir.

Aðferð
  1. blandið saman hnetusmjörinu, hunangi og kókosolíu í pott ig bræðið saman.
  2. Slökkvið undir og blandið höfrunum útí og hnetum og fræjum. hrærið vel.
  3. Hellið blöndunni í form, passið að hafa það ekki oft þykkt.hellið saxaða súkkulaðinu yfir og meiri kókos ef þið viljið, súkkulaðið ætti að bráðna.
  4. látið formið í k´linn í u.þ.b tvo tíma og skerið í bita.
  5. blandan mín gerði 16 stangir.
Svo einfalt, haldið þeim í kæli og fáið ykkur bita ;)




Engin ummæli: