Jæja eigum við þá að halda áfram með rúntinn um heimilið mitt.
Mig langar að sýna ykkur borðstofuna, ég er reyndar búin að breyta aðeins aftur.
En þá fáiði bara fyrir mynd núna og eftirmynd seinna :)
Einsog þið vitið þá er borðstofan ekki stór, en þá er alltaf góð hugmynd
að hengja hillur á veggi og stilla upp fallegum hlutum.
Þessar krúttuðu furuhillur fékk ég í geymslunni hjá pabba, ákvað að hengja þær upp við
borðstofuborðið.
Krukkurnar á sitthvorum endanum eru úr góða hirðinum, ég tók bara lokið af og notaði sem vasa.
síðan eru gamlar myndavélar þarna og kertastjakar, er alveg kertasjúk.
Borðstofuborðið mitt, er gamalt borð frá mömmu.
það var búið að bæsa það dökkt en ég hafði málað það hvítt fyrir nokkrum árum.
Síðan hefur borðplatan mátt þola margar umferðir af málningu.
En um daginn fékk öll málning af borðplötunni að fjúka.
Gaman að segja frá því að þegar suðurlandssjálftinn kom, þá var ég 17 ára og bjó í Hveragerði
alein heima og þá hljóp ég einmitt undir þetta borð. þannig það má segja að það fylgi því margar minningar.
Mér finnst svo gaman að raða sitthvorum stólnum við borðið.
Þennan fékk ég gefins, hann var með ljótu áklæði á. en ég keypti mér efni í ikea og festi á sessuna.
Sían var stóllinn aðeins pússaður, spurning hvort hann verði hvítur einn daginn....
Hér er litla borðstofan mín, sem er alltaf að fá smá makeover.
sýni ykkur fleiri myndir af henni fljótlega :)
Takið eftir hvítu fulningahurðinni sem stendur við endann, er að vinna í henni :)
verður gaman að sýna ykkur...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli