Ég ætla að sýna ykkur þrjár flottar hugmyndir fyrir heimilið.
Það er alltaf gaman að fá inspiration frá öðrum, og mæli ég eindregið með því að þið farið í grúppu á facebook sem heitir Heimilið og skreytum hús.
Þar eru konur að skiptast á hugmyndum og ráðum og sýna hvor annari hvað þær eru að gera
fínt heima hjá sér.... alveg brilliant !
Ef þið vitið um fleiri grúppur þá má endilega commenta hér og láta aðra vita.
En ég ætla að sýna ykkur soldið töff og líka sniðugar hugmyndir sem auðvelt er að framkvæma, en alltaf þarf þó smá þolinmæði í flott DIY verkefni.
þessi hugmynd er mjög skemmtileg, hægt er að búa til skemmtilega púða með því að skera út munstur í kartöflur, dýfa í málningu og stimpla á púðann.
Hugmynd númer tvö...
svona rússaljós eru mjög mikið inn núna, en þessi eru með smá twist...
ég er mjög hrifin af því að nota svolítið það sem maður getur auðveldlega nálgast og kostar ekki annan handlegginn... en hér er notuð trjágrein og ljosin fest í greinina.... töff
Fyrir þá sem vilja flikka uppá stigann hjá sér, þá er svona munstur að koma sterkt inn...
gæti komið fallega út að hafa það ´í pasteltónum,,
já eða kopar...
ekkert mál að gera stensil eða teipa munstrið og mála inní...
um að gera að leika sér svolítið með þessar hugmyndir.
vonandi njótið þið bloggsins,
þangað til næst :)
1 ummæli:
skemmtilegar hugmyndir!
Skrifa ummæli