miðvikudagur, 9. apríl 2014

Hugmyndir fyrir skvísuna...


awww ég elska flottar og skemmtilegar hugmyndir sem er ekki alltof erfitt að framkvæma.
það er svo gaman að finna eitthvað nytsamlegt á flóamörkuðum eða bara dót sem maður á heima við.
sjáiði t.d þetta litla fallega möffins form, um að gera að nýta það undir skartið, ótrúlega krúttlegt.

um daginn fékk ég mjög fallegan sápudisk á gylltum fótum, ég ákvað að nota hann undir skart frekar en sápuna, og það kom bara vel út.

Ég á líka nokkur svona form einsog á myndinni nema bara með 9 hólfum, ef einhverjum vantar, einmitt í svona gamaldags stíl...
hægt að hafa samband við mig í skilaboðum á facebook.
En höldum áfram....


Það er svo smart að setja fallega innkaupapoka í ramma, um að gera að geyma þá.
tilvalið til að skreyta veggina í fataherberginu.... já bara ef maður hefði svoleiðis..!
það má alltaf láta sig dreyma.


þessir skór eru bara æði....
og þetta geta allir gert, gott að blanda saman modpodge sem er límlakk, og blanda útí glimmer...
auðvitað er hægt að velja sér hvaða lit sem er skella þessu undr og láta þorna vel.
og þú verður aðal skvísan í partýinu ;)


Vona að þið hafið fengið smá inspiration....
þangað til næst ;)


Engin ummæli: