Þvílíkur valkvíði hjá mér síðustu dagana...
er á fullu að pússa og mála í skúrnum, finnst eins og verkefnunum miði ekkert áfram..
en held að hlutirnir fari að ske núna um helgina. VONUM það.
mig langar svo afskaplega mikið að fara að sýna ykkur afraksturinn.
Hérna áður notaði ég akrýlmálningu og lakkaði eða vaxaði yfir, en núna hef ég verið að prófa mig áfram með ítalska kalkmálningu frá sérefni, það er svo frábært að vinna með hana,
Litirnir og áferðin kemur svo vel út og gefur þetta gamla look sem ég er að sækjast eftir.
Og já þegar ég talaði um valkvíða, þá meinti ég litaúrvalið hjá sérefni, vissi bara ekki að það væru svona margir litir í boði í kalkmálningu.....
En ég komst að niðurstöðu í dag og ætla að drífa í að gera spegilinn fallega gamaldags með hvítum og smá hint af lit.... fáið bara að sjá, þegar hann er ready :)
síðan fær náttborðið gamalt look.
spurningin var alltaf að stensla á það texta eða gera munstur, en ég er að hugsa um að sleppa því og gera bara skemmtilega áferð á það....
Það er endalaust hægt að leika sér með áferðina með kalkmálningunni.... og mismunandi aðferðir ...
Ég á eftir að gera almennilegan póst um hinar ýmsu aðferðir seinna :)
En skoðum nokkrar myndir af fallega kalkmáluðum mublum...
þvílík fegurð.
Gaman að heyra hvort að þið hafið prófað ykkur áfram með kalkmálningu..
þangað til næst.
kveðja Álfadísin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli