laugardagur, 12. apríl 2014

Verkefni - Borðstofusettið og hugleiðingar part 1


Það er svo gaman að gera upp gamla muni og sjá hvernig þeir breytast með smá málningu.
Ég keypti borðstofusett fyrir svolitlu síðan, sex stólar og fallegt borð í stíl.
planið var auðvitað að klára þetta á stuttum tíma, var búin að ákveða að gera allt hvítt.

Komst svo að því að ég þurfti að pússa mjög vel undir því málningin hélst ekki á viðnum, yfirleitt er nóg að pússa létt yfir með mjög fínum sandpappír, en grunnurinn sem ég notaði var sterkari en vaxið sem var á stólunum, þannig það rann bara allt til.

Já það er margt sem þarf að huga að, ég vil ekki að málningin flagni, og ákvað að gefa mér góðan tíma í borðstofusettið.

Já ég ætlaði að hafa allt hvítt, en svo sá ég svo fallegan skáp sem var búið að mála hvítan og gráan yfir, síðan var pússað vel yfir hér og þar..
það kom svo skemmtilega út að nota tvo liti og gaf skápnum svo mikið líf, einsog hann ætti sér langa og skemmtilega sögu.
þannig breyttist skoðunin aftur...


Stólarnir...

Ég er búin að vera að hugsa þetta fram og til baka og hef ákveðið að hafa stólana hvíta, og pússa með sandpappír yfir horn hér og þar, til að gefa honum meiri karakter.
síðan er spunrning að prófa að nota dökkt vax, til að hann virðist aðeins eldri..

Einsog þið sjáið á myndinni þá vantar líka sessuna, en hún var köflótt og mjög ljót... og passaði engan vegin við stólana, ég er búin að vera með þvílíkan höfuðverk yfir þvi hvaða efni á að vera á sessunum.
núna er ég að gera þvílíkt sniðuga tilraun....   að mála sessurnar með kalkmálningu síðan er vaxað yfir... já ég veit manni er nu ekki ráðlagt að gera þetta, en ég er búin að skoða þessa aðferð á netinu og sessan verður einsog leður og mjög mjúk, og já endingin er góð :)
gott er að bleyta sessuna aðeins með vatni eða blanda sma vatni i malninguna....

Svona eru stólarnir....
mjög massívir og flottir.
En verða auðvitað mun flottari.


Þetta er bara alger snilld ...
hafiði prófað þetta?
þá vil ég endilega heyra :)

fylgist með á næstunni...
þið fáið auðvitað að sjá makeover á stólunum með kalkmáluðum sessum...
ohh ég er svo spennt.

þangað til næst
kveðja Álfadísin



Engin ummæli: