fimmtudagur, 9. apríl 2015

Litli blái skápurinn fær makeover part 1


Það er ýmislegt verið að gera og græja hérna heima...   núna er ég að taka gamlan skáp í gegn sem mér askotnaðist fyrir löngu síðan... Fyrst ætlaði ég að selja hann, en er fegin að ég hætti við það.
Hann er ákaflega blár greyið og þegar pússvinnan byrjaði þá kom sko í ljós lag af hvítri málningu og myntugrænni og svo smá slekja af gráu úff.... þetta verður eitthvað!!!
Ég var alveg við það að hætta við þetta. En með þolinmæði og pússerí þá tekst þetta á endanum.
Já núna eru sko svalirnar undirlagaðar haha... allt í ryki og sandpappír.

Hér er hann fyrir mynd...

síðan hendi ég inn myndum á morgun.. er byrjuð að pússa toppinn, en held að þar sé mest af málningunni....  síðan er ein hurðin tilbúin og skúffufronturinn...
Ég þurfti sko að taka skúffuna í sundur því botninn var orðinn svo beyglaður og ónýtur...
Ég ætla líka að reyna að ná í stelpuna sem ég keypti hann af og athuga hvort það sé einhver skemmtileg saga bakvið hann, en skápurinn kemur alla leið frá snæfellsnesi.

Fylgist með á morgun..
:)

Engin ummæli: