Snyrtivörur
Það eru 5 snyrtivörur sem ég get ekki verið án.
NR 1
Shea butter húðmjólk frá Loccitane
Þessi er algjört must have, ótrúlega létt húðmjölk sem fer strax inní húðina, veitir mikinn raka og hentar afskaplega vel í íslenskri veðráttu.
NR 2
Day solution rakakrem frá green people
Það er ekki langt síðan ég prófaði þessar vörur, og er rakakremið í uppáhaldi.
Þetta rakakrem er gott fyrir viðkvæma húð, og húð sem er gjörn að fá smá bólur.
Fæst í heilsubúðum.
NR 3
Volumising maskari frá Green people
volumising maskarinn frá Green people er afskaplega góður, lengir augnhárin og endist lengi.
https://www.facebook.com/GreenPeopleIslandi hér er fb síðan þeirra.
NR 4
BB krem frá Garnier
BB krem er eitthvað sem ég er búin að nota í þónokkurn tíma. Það er bæði til fyrir þurra og venjulega/feita húð.
Ágætis þekja án þess að virka einsog gríma. Mæli með þessu. Sá líka að Bónus er byrjað að selja það aðeins 1300-1400 kr.
NR 5
Möndluolía
Möndluolía er olía sem ég er hrifnari af heldur en kókos. Ég nota hana í hárið sem djúpnæringu. Til að þrífa make up af mér, blanda henni stundum i rakakremið ef ég þarf meiri raka. og blanda henni útí heimatilbúinn maska.
Þessi er frábær, mæli með að þið prófið.
(hún er einnig til frá apótek merkinu, í minni umbúðum og kostar um 1000 kr)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli