Crépes
Hafiði ekki farið á kaffihús og fengið ykkur crépes ?
Fyllt með hrísgrjónum, einhverskonar áleggi, pepperoni, kjúkling o.fl
sósu og grænmeri, og bræddum ost.....
eða....
bara einfalt með ís og súkkulaði....
Hvort sem er þá er crépes svo ljúffengt og gott og að auki mjög einfalt að matreiða.
Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af deiginu.
Oft eru notaðar sérstakar crépes pönnur, sem eru mjög stórar.
En ég nota bara venjulega pönnu, sem allir eiga inní skáp.
Þær virka vel, nema að crépes verður bara aðeins minna.
Uppsskrift:
1 egg
1 bolli mjólk
1 bolli hveiti
2 matsk. bráðið smjör
smá salt.
smá salt.
stundum set ég steinselju og oregano í deigið
Ef þið ætlið að gera crépes með ís og súkkulaði, þá er gott að sleppa saltinu og nota sykur í deigið í staðinn, eða vanillusykur.
Ef þið ætlið að gera crépes með ís og súkkulaði, þá er gott að sleppa saltinu og nota sykur í deigið í staðinn, eða vanillusykur.
Þetta er grunnurinn svo er hægt að tvöfalda eða þrefalda uppskriftina eftir því hvað á að gera margar crépes.
Þessi uppskrift gerir fimm pönnukökur.
Þessi uppskrift gerir fimm pönnukökur.
öllu hráefninu er blandað saman í skál og hrært vel saman
gott er að nota litla ausu til að hella deiginu á pönnuna, og spaða til að snúa við. Þetta er bara alveg eins og að baka pönnukökur, nema hvað þessi er stærri , og þykkara deig.
þegar búið er að baka allar pönnukökurnar.
Þá tekuru eina og setur a pönnuna.
velur þér sósu t.d hvítlauks, setur smá af henni og því næst hrísgrjón.
álegg að eigin vali t.d pepperoni.
Grænmeti t.d sveppi og papriku.
því næst ost og að lokum smá krydd.
Ég nota frá pottagöldrum, krydd lífsins eða töfrakrydd.
Hægt að velja sósu að eigin vali.
þegar búið er að setja allt áleggið á, þá er það hitað vel á báðum hliðum.
voila !
Engin ummæli:
Skrifa ummæli