Mig var farið að bráðvanta eitthvað sniðugt undir skartgripina mína.
Ég átti gamlan ramma, sem mig langaði að nýta í eitthvað sniðugt.
Og um daginn fann ég þessa fallegu trjágrein.
Förinni var heitið í húsasmiðjuna og keypti ég þar hringi sem er oft notað fyrir gardínur.
þeir komu 10 i pakka á rúmlega 300 kr.
Og rúllan af vírnum kostaði um 700 kr
Þá byrjaði mín bara að skrúfa þetta í, sem er mjög einfalt.
Því næst er vírinn festur, hægt er að nota skæri til að klippa á hann.
Trjágreinin fékk að geyma öll armböndin.
Hvernig finst ykkur útkoman?
frekar flott :)
1 ummæli:
kemur vel út!
Skrifa ummæli