fimmtudagur, 14. nóvember 2013

Gluggaskraut diy

 
 
Núna undanfarið er ég voða mikið að dekra við heimilið.
Enda er það bara einhvernveginn þessi árstími sem fær mann til að langa til að hafa
huggulegt heima við.
 
Er nokkuð of snemmt að setja upp seríur?
 
í dag stökk ég í rúmfatalagerinn og fékk mér eina litla seríu, það sakar ekki :)
 
 
Svo var þessi snilldarhugmynd búin að blunda í mér mjög lengi.
Mig hefur langað til að prófa að nota stóra trjágrein sem gardínustöng.
 
Að sjálfsögðu var ég löngu búin að taka eina með mér heim, sem lá bara á jörðinni í Elliðárdalnum og beið eftir mér.
 
Þetta er meira að segja grein af grenitré, og þegar ég tálgaði hana með dúkahníf, þá kom líka þessi
yndislegi jólailmur.
 
Bara dásamlegt.
 


Fyrir gluggann, þá notaði ég bara einn gardínuvæng frá Ikea, mjög plain hvítan.
Komu smt tvær saman í pakka.
En þegar ég ætlaði að fara að setja hana á greinina, þá tók ég eftir því að ég hefði þurft að þræða hana alveg uppá, þannig að ekki sæist í greinina sjálfa.
 
Það fannst mér hörmulegt, því ég vildi að hún myndi njóta sín.
 
 
Enn var eitthvað til af snærinu góða frá söstrene gröne, þannig að ´það var bara fest í gardínuna
og bundið utan um greinina.
 
Síðan fékk serían frá rúmfó að vefja sig utan um greinina.
Hvernig finnst ykkur ?
Ég er bara mjög sátt með útkomuna.
 
 
Að lokum fékk lítil lukt að hanga í greininni með nokkrum könglum í :)
bara smá punt....



 
íkorninn sáttur með nýja fína gluggann :)
 
 


 
Nokkuð kósý bara ...
 


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rosalega ert þú sniðug að nýta náttúruna í að gera heimilið kósý og fínt :)

Unknown sagði...

takk kærlega fyrir það, það er svo gaman að nýta það sem er í krigum okkur :)