Það er alltaf nóg af verkefnum hjá mér, og oft æði ég úr einu yfir í annað.
Ég veit ekki með ykkur, sumum finnst það ókostur, öðrum finnst það kostur.
En það hentar mér ágætlega, þar sem mér leiðist að vera alltaf að gera það sama.
En mig langar að segja ykkur hvað ég er að föndra þessa dagana.
Núna er skrifborðið loksins að verða að veruleika.
sem mig er búið að dreyma um að gera í þónokkurn tíma.
Ég var búin að sjá fyrir mér svona svolítið rustic skrifborð, með stálfótum.
Og ákvað því að sanka að mér gömlum veðruðum spýtum.
í dag fór ég í Byko og keypti mér nokkrar festingar og skrúfur.
fékk lánaða borvél hjá litla bróðir ( ótrúlegt en satt, þá á Álfadísin ekki borvél)
og svo var bara byrjað að skrúfa.
En það gekk ekkert alltof vel, því ég gleymdi að fá hleðsluna fyrir borvélia, og vélin er bara dauð.
En það var kannski bara ágætt, hver í ósköpunum smíðar sér skrifborð, heima á mánudagskvöldi....
framhald seinna
Fylgist með ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli