miðvikudagur, 27. nóvember 2013

Skrifborðið - að setja á sig mynd

 
 
Það er svo mikið að gera þessa dagana á vinnustofunni, að ég hef varla tíma til að sýna ykkur hvernig skrifborðið lítur út.
 
 
En já síðast þegar ég bloggaði, þá bara dó borvélin.
Næsta dag var þá bara að halda áfram með fullhlaðna borvél.
þýðir ekkert annað :)
 
 
Jæja ég skrúfaði semsagt gömlu spýturnar saman,
með litlum járnplötum sem ég fékk í Byko.
 

 
 
 
 
Einhvernveginn svona.
En plöturnar mættu vera aðeins stærri, til að fá meiri stuðning.
 
 
Síðan skrúfaði ég fætur undir sem ég fékk á sínum tíma í góða hirðinum
 
 
 
Og þá lítur borðið svona út.
Mjög einfalt með fullhlaðna borvél og skrúfur :)
 
 
 
 
Borðið er samt ekki alveg tilbúið, planið er að pússa plötuna enn meir og jafnvel nota bæs, eða lakka hana örlítið.
 
 
Þið fáið auðvitað að sjá loka útkomuna.
 
 

3 ummæli:

Unknown sagði...

Vá mjög flott :)
kv Ásta Júlía

Unknown sagði...

Takk kærlega fyrir það Ásta.
Finnst æðislega gaman að fá comment :)

Nafnlaus sagði...

Mjög flott!
kv.Sally