mánudagur, 3. mars 2014

Bolla bolla...



Bolludagur jibbíi...

Mér finnst vatnsdeigsbollur svo góðar.

Í fyrra prófaði ég uppskriftina hennar Evu laufey, hún er mjög einföld, og fljóleg.

Þið þurfið

Vatnsdeigsbollur
6-9

50 g smjör
2 dl vatn 
100 g hveiti 
3 meðalstór egg


Fyrst er vatnið látið sjóða með smjörinu.
síðan er hveitinu bætt útí.
látið kólna.
einu eggi í einu bætt útí og hrært vel, þar til deigið verður sprungulaust.

gott er að nota tvær matskeiðar til að setja deigið á plötuna.
Deigið á að vera frekar stíft.

bollurnar eru bakaðar við 200 gráður í 15-20 min.
Og passið að opna ekki ofninn meðan bollurnar bakast.



Mig langaði til að prófa eitthvað nýtt í ár, í stað þess að setja súkkulaði og rjóma.
þá keypti ég karmellu kurl í poka frá Nóa sírius (er geymt hjá pökunardótinu í verslunum)
setti karmellu kurlið í pott, smá slettu af sýrópi og smá slettu af rjóma og bræddi saman.

Þeytti rjóma og setti á milli. síðan var karmellukremið sett ofaná því næst hakkaðar heslihnetur, og smá afgangur af karlmellu kurlinu.

Vá þessi var rosalega góð' :)
Þið verðið að prófa.

Hakkaðar heslihnetur og karlmellukurl

Fínu vatnsdeigsbollurnar og fíneríið frá Rúmfatalagernum.




Engin ummæli: