föstudagur, 7. mars 2014

Rómantíska borðið og bleika kannan


Eins og þið vitið eflaust flestar þá er ég komin með stærri vinnuaðstöðu, og það er sko
nóg að gera, að mála og pússa.
Miklu betra að hafa svona mikið pláss, fyrir allt fína dótið...

En í pósti kvöldsins ætla ég að sýna ykkur  fallegt hvítt rómantískr borð sem ég var að taka í gegn.
Notuð var hvít kalkmálning á það, sem ég fékk í sérefni Síðumúla.

útkoman er bara dásamleg, svolítið svona french shabby chic :)

En þar sem ég er ekki beint með þannig stíl heima hjá mér, þá hef ég ákveðið að selja það.
Þeir sem eru áhugasamir um borðið geta sent mér fyrirspurn á agustajonas@hotmail.com
eða skilaboð á Álfadís.



Eruði forvitnar um bleiku könnuna?

Það sésat aðeins glitta í hana hér að ofan...

Hún er dásamlega fölbleik og falleg
og hana vantar sko líka nýjan eiganda :)

Hver vill gefa Rómantíska borðinu og bleiku könnunni heimili?


Yndisleg ekki satt?

Engin ummæli: