Fáiði aldrei craving í crispy kartöflubáta.
Ég rakst á góða aðferð til að gera þá.
Maður byrjar á að taka stórar bökunarkartöflur og baka þær í ofninum í rúmlega klukkutíma, eða þangað til þær eru orðnar alveg mjúkar í gegn.
síðan eru þær látnar kólna og settar í frystinn í heilu lagi.
Þær geymast alveg uppí fjóra daga í frystinum.
síðan þegar þú ætlar að hafa kartfölubáta í matinn, þá tekuru kartöflurnar út og skerð í báta.
steikir í canola olíu, þar til þær verða gylltar að lit.
síðan saltaru þær eftir smekk.
gæti verið gott að gera sína eigin kryddblöndu.
t.d með rósmarín hvítlauk og salt.
Þessar verða víst alveg fullkomnar, crispy að utan og mjúkar að innan.
namm hlakka til að prófa þessar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli