Hér er ein mjög hollt og bragðgóð súpa.
Hef ekki prófað hana sjálkf, en get ekki beðið eftir að prófa hana, hún lítur ekkert smá vel út.
Mér finnst súpur alltaf mjög góðar og enn bragðmeiri daginn eftir.
Þessa uppskrift rakst ég á, á netinu og hún verður pottþétt í matinn við fyrsta tækifæri.
Ég er reyndar ekki hrifin af nýrnabaunum og myndi eflaust skipta þeim út.
Spurning líka með graskeri??
Það er alltaf hægt að breyta aðeins og bæta ;)
Væri eflaust líka gott að nota chilli pipar og papriku, til að hafa hana svolítið spicy.
Þið þurfið:
1 matskeið ólífu olía.
1 dós cannellini baunir.
i dós dökkar eða ljósar nýrnabaunir.
hálfur stór laukur .
2 gulrætur skornar u.þ.s hálfur bolli.
2 stilkar sellerí skornir, u.þ.b hálfur bolli.
1 lítið zucchini skorið, uþ.þ.b einn og hálfur bolli.
u.þ.b einn bolli grænar baunir.
1 lítið gult grasker u.þ.b einn bolli
3 ferks hvítlauksrif, saxað smátt.
1 matskeið ferskt thyme, eða ein teskeið þurrkað.
2 matskeiðar ferskt sage eða ein af þurrkuðu.
hálf teskeið salt.
1/4 teskeið ferskur svartur pipar.
4 bollar kjúklinga eða grænmetissoð.
(fínt að setja vatn og kjúklinga eða grænmetiskraft útí)
1 (14.5-ounce) dós af hökkuðum tómötum.
2 bollar af skornu baby spínati.
hálfur bolli af elduðu pasta, ekki láta pastað sjóða í súpunni, því þá mun pastað draga allt vaqtnið í sig.
1/3 bolli ferskur parmesan.
Aðferð:
takið litla skál og setjið helminginn af baununum í hana og hakkið vel saman með töfrasprota. setjið til hliðar.
Takið stóran pott og hitið olíuna,.bætið við lauk, gulrætum, sellerí, zucchini, hvítlauk, thyme, sage, 1/2 teskeið af salti,og 1/4 teskeið af pipar. hrærið vel þar til grænmetið fer að mýkjast.
Bætið við soðinu og tómötunum með safanum úr dósinni, og látið allt sjóða.Bætið síðan við hökkuðu baununum og restinni af þeim, spínatinu og látið sjóða þar til spínatið fer að mýkjast, í u.þ.b 3 mínútur.
Berið fram með parmesan ost og góðu hvítlauksbrauði.
Verði ykkur að góðu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli