föstudagur, 7. mars 2014

Rautt vintage



Það er svo mikið af fallegu fínerí til hjá Álfadís.
Og það verður sko haft opið hús fljótlega, svo þið getið skoðað og keypt eitthvað
fallegt til að gera fínt heima :)

Það er alltaf gott að hafa góða að, og 
ég er svo heppin að eiga móður sem hefur jafn mikinn áhuga og ég á svona dóterí.
og hefur hún byrjað að leigja með mér aðstöðu, til að selja fína dótið sitt.

Faðir minn hefur líka verið ótrúlega hjálpsamur, þegar ég þarf á að halda.
Sérsaklega að pússa og smíða flottar hillur.
(sem ég þarf að sýna ykkur við fyrsta tækifæri)

Bróðir minn er líka alltaf tilbúinn til að hjálpa stóru systir.

og kærastinn kemur oft með mér að sækja dót, sérstaklega ef það er mjög þuingt :)

Já það er sko gott að eiga góða að.
og það hjálpar mér bara við að halda ótrauð áfram :)

Það verður svo gaman hjá Álfadís á næstunni.


Mig langar að sýna ykkur æðislegan lampa frá Jaco Jacobsen.
Eldrauður og hægt að hengja hann uppá vegg líka.
Væri þessi ekk flottur í unglingaherbergið, eða skrifstofuna?



Eruði hrifnar af vintage?

ó já !



Þessi er klikkuð!

Eldgömul en virkilega flott.


Og auðvitað vantar rauða vintage fíneríinu nýtt heimili.
svara fyrirspurnum í skilaboðum og mail agustajonas@hotmail.com.



Engin ummæli: