sunnudagur, 27. apríl 2014

Krítartöflur og eldhúsfínerí....



Þá er loksins komið að því....

Ég er búin að vera að vinna í því að búa til krítartöflur úr gömlum hurðum...
ótrúlegt en satt þá komu þær mjög vel út, og hef ég ákveðið að selja þær...
Áþrjár stórar einsog er og þrjár minni...
þessar minni eru enn í vinnslu

þær koma í sitthvorum litnum..
hvítu, grænbláu og brúnum tón..
hver annari fallegri.

já það er alveg yndislegt að geta baðað sig í bakgarðinum hjá vinnustofunni og unnið að ýmsum verkefnum...

Hér koma nokkrar myndir....


Verið að mála krítartöflur

 Og vinna að borðstofusettinu... það tekur mestan tíman frá mér þessa dagana.

hvít, brún og grænblá
mældi reyndar ekki hæðina, en get sett þau inn á morgun...
myndi giska a alveg meter eða meira.

 Yndislegar, og sniðugt líka að hafa t.d í forstofu og festa snaga á þær.
þá ertu komin með skilaboðatöflu og hengi fyrir útifötin...

Þessi dásemdar brauðkassi fékk smá makeover og er hann einnig til sölu.

 Einsog nýr...

yndislegur,

 Eldhúsrúlluhaldari í sama lit... þessi er algjör snilld, hann er skrúfaður á vegginn, og sparar þar af leiðandi borðpláss.

Þetta tvennt selst saman...

Þangað til næst
kveðja Álfadísin.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Vávávááá hvað þetta er fallegt hjá þér :)
Algjör snillingur! !

Unknown sagði...

takk fyrir það Kristín :)