Pælingar dagsins..
það eru sko margar pælingar í gangi, varðandi stofuna.
ég er gjörsamlega búin að snúa öllu við...
já hvað getur maður gert annað.. hehe það er bara nauðsyn að breyta þegar maður er ekki sáttur..
það er alveg ótrúlega skrýtið, en mér líður bara hálf illa heima hjá mér, ef að hlutirnir eru ekki einsog þeir eiga að vera.
Þegar ég flutti til kærastans í litlu kósý kjallaraíbúðina hans í laugalæknum, þá var sko hent út húsgögnum og komið með mín inn og fleiri til, því jú ég hef mjög gaman af að fara á nytjamarkaði og versla á bland, einsog þið þekkið..
En það sem ég þoldi ekki mest af öllu var risastór grænn sófi, sem passaði sko engan veginn við skandinavíska stílinn minn...
sem betur fer er kærastinn mjög hlutlaus þegar kemur að innanhúshönnun, og fæ ég að ráða miklu :) sem er bara gott mál.
Um daginn rákumst við á mjög flottan sófa á síðu á facebook...
það var ungt par að selja karlstad sófa frá ikea, fyrir litlar 25.000 kr
en auðvitað náði ég að prútta niður í 15.000 kr ;)
því þau þurftu nauðsynlega að losna við hann..
Svona lítur karlstad út
Planið var alltaf að kaupa sófann á fb og kaupa síðan nýtt áklæði seinna meir, en ég elska þetta gráa yrjótta áklæði einsog á þessum...
Ég sá bara þessa mynd hér, í auglýsingunni og hugsaði með mér, vó RAUÐUR sófi...
En hann kom skemmtilega á óvart, liturinn er meira rauðorange :)
og kemur betur ut en a þessari mynd.
í dag fékk karlinn að hengja upp tvær hvítar ribba myndahillur, fyrir ofan sófann.
mig hefur lengi langað að hafa svona flottar myndahillur í stofunni, og fannst alveg tilvalið að hafa þær fyrir ofan karlstad.
hér eru nokkrar myndir af svona hillum í stofu, til að gefa ykkur inspiration ;)
mjög sniðugt að setja fjölskyldumyndirnar á ribba hillurnar, einnig hægt að setja lítið punt dót t.d kertastjaka, styttur og fleira.
Ég er alveg að fíla svona hillur fyrir ofan sófann, svo er líka hægt að leika sér svolítið með uppstillinguna.
Þannig að... hillurnar eru komnar upp...
búið að snúa allri stofunni við, nýr sófi...
og borðplatan á borðstofuborðinu er að fá smá meðhöndlun :)
ohh það er allt að gerast, skal ég segja ykkur.
þið fáið svo framhald síðar.
þangað til næst
kveðja Álfadísin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli