mánudagur, 21. apríl 2014

Náttborð og páskakanínan



Góðan daginn..

annar í páskum og þið fáið að sjá meira af páskakanínunni :)
ég smellti nokkrum myndum í gær....
rómó páskaþema..
hvernig finst ykkur?

veðrið var samt eithvað að stríða mér, snjókoma og sól sittá hvað, veðurguðirnir með einhvern valkvíða núna undanfarið...

Ég lofaði að sýna ykkur náttborð sem ég var að mála..
það var auðvitað notuð kalkmálning á það... hvað annað?
ég þurfti eiginlega ekkert að pússa, bara voða létt, grunnaði aðeins og málaði með hvítri málningu og brúnni sem ég lét sérblanda fyrir mig...

Mér finnst gamla lookið svo sjarmerandi, þannig sandpappírinn fékk að pússa hér og þar.
og a lokum málaði ég fallegan stensil á hurðina...

hvað finnst þér, er þetta ekki alveg málið?
mér finnst það bara gordjöss... svo rómó..

skoðum myndirnar







já ég er bara nokkuð sátt með náttborðið, voða krúttað eitthvað.
það væri einnig hægt að nota það á gangi eða í stofunni sem lítið borð, því það er frekar hátt.

þangað til næst.
kveðja Álfadísin.


Engin ummæli: