sunnudagur, 20. apríl 2014

Páskakósý...



þegar heim var komið í dag þá voru rósirnar sem ég keypti settar í vasa..
mér finnst liturinn svo æðislegur á þeim orangerauðar.. bjútifúl...

Ég fann hvergi fjólubláa túlípana.. greinilega uppseldir..
sá nokkur búnt af gulum en langaði einhvernveginn ekki í þær haha ég veit ég vil alltaf vera svolítið öðruvísi en aðrir.

Ég sagði ykkur frá því að ég ætlaði að stela mér smá mola af páskaegginu hjá kæró... en vitiði hvað?
Ég rakst á lakkríspáskaegg frá nizza í netto á 50% afslætti... jii auðvitað skellti eg mér á það..
þó ég hafi ekki gott af því :)

´´Eg skellti mér í smá myndatöku þegar heim var komið...
ohhh eru rósirnar ekki dásamlegar


Muniði að ég sagði ykkur frá smá diy...
 hér eru þær koparlitaðar kanínur svo sætar...
þetta eru gular styttur frá tiger, sem urðu fórnalömb spreybrúsans..
urðu líka svona svaka fínar.


Kertabakkinn minn.
risastór tekk bakki sem ég fékk í góða, orðinn soldið snjáður en mér finnst það bara sjarmerandi.



Kærastinn fékk sérútbúinn málshátt í sínu páskaeggi haha


hann fékk reyndar tvo ...
og ég fékk voða skrýtinn, hann hljóðar svona...
afhverju horfiru svona á mig? ég vinn bara hérna...
svolítið steikt hahaha...

Eigið gott kvöld
og sjáumst á morgun með ferskt og nýtt blogg

kveðja Álfadísin


Engin ummæli: