sunnudagur, 13. apríl 2014

Páskakreytingar part 1 - Shabby chic



í dag langar mig að gefa ykkur smá inspiration fyrir páskana...
Það eru endalausir möguleikar með páskakreytingar og smekkur fólks er misjafn, sumir vilja einfalda skreytingu, svart og hvítt mjög hlutlaust, meðan aðrir vilja litagleði já eða rómantík...

Þessvegna ákvað ég að skipta þessu bara upp í dag fáiði hugmyndir fyrir shabby chic stílinn sem er mjög rómantískur og fallegur...

og á morgun fáiði part 2 og annan stíl :)
góð hugmynd?

Leyfum nú rómantíska shabby chic stílnum að njóta sín...


Þessi egg eru svo yndislega rómantísk, smá blúnda... og mjúkir tónar.

 Áttu fallega sósukönnu eða fallega bolla?  afhverju ekki að setja laukana í þá.
falleg skreyting..
Frábær standur sem er flott að hafa inná baði þessvegna ...
páskaskreytingarnar þurfa ekki alltaf að vera á borðstofuborðinu.


Svona kökudiskar hafa verið mjög vinsælir og eflaust margar sem eiga þá á sínu heimili,
flott að setja lauk í fallegan bolla og smá skraut með... og setja lokið yfir.
Bara yndislegt.


Páksakreytingar þurfa ekki alltaf að vera flóknar, smá gul blóm í vasa, smá grænt og hvítt skraut með og voila.... bara nota það sem maður á til. o gstilla því fallega upp.

Ég væri til i að prófa að gera svona falleg egg, um að gera að nota hugmyndaflugið.
borðar,blúndur gömul frímerki og skraut.

blátt og hvítt ...

sniðug hugmynd fyrir túlípanana...
settir í vínflöskur með vatni í og síðan eru þessir fallegu pokar stenslaðir með stöfunum og skreyttir með smá borða og skrauti...
mjög smart.

2 ummæli:

Rósir og rjómi sagði...

Margar góðar hugmyndir, takk fyrir innblásturinn!

Unknown sagði...

það var lítið, gaman að geta veitt þér innblástur... =)