fimmtudagur, 8. maí 2014

Heimilið - Hann er fundinn.. skápafegurð..



Einn daginn var ég á rölti í góa hirðinum... rétt fyrir lokun,
þegar ég rakst á þennan gamla skáp, mér fannst eitthvað flott við hann, en sá að hann var merktur seldur, ohh hugsaði ég með mér, gat nú skeð...
En ég ákvað nú að skoða miðann betur, þá var hann fratekinn til hálf sex og kluikkan alveg að detta í sex...
Ég ákvað að tala við starfsmann, og hann sagði mér bara að taka hann, því tíminn væri útrunninn..
jeiii svo var ég svo heppinn að það var 50 prósent afsláttur þennan dag...
vitiði hvað ég fékk skápinn á?
aðeins 1250 kr haha
þvílík heppni....

hann er orðinn gamal og málningin aðeins byrjuð að flagna sumstaðar en mér er sama um það, finnst að hlutirnir eigi eki alltaf að vera alveg fullkomnir...


Hæðin á honum bíður alveg upp á að setja smá punt ofaná hann...
hér er ég með eldgamlan antik spegil...
gamla lukt....
og þrjá hluti sem ég fékk í góða hirðinum
brúna glerflaska, lítinn kertastjaka og svarta stóra skál...



Kemur bara ágætlega út... 


Væri gaman að heyra ykkar álit...
á skápafegurðinni...

hefuru ef til vill fundið fallegan skáp á nytjamarkaði?
segðu mér endilega frá því..

þangað til næst
kveðja Álfadísin


2 ummæli:

Unknown sagði...

ó hvað hann er fallegur :)

kv Ásta

Unknown sagði...

já ég er mjög ánægð með hann :)