miðvikudagur, 7. maí 2014

Baðherbergis hugmyndir


Skemmtilegar lausnir fyrir baðherbergið.....

Mikið væri nú gaman að eiga fallegt hús, eða rúmgóða íbúð þar sem allt væri fokhelt..
það væri svo gaman hjá mér að fá að raða og innrétta að vild, algjör draumur.
Þetta er mitt helsta áhugamál, að pæla, breyta, raða og gera huggulegt í kringum mig.
og líka að nýta það sem er til eða kaupa ódýrt...  og gera eitthvað fallegt úr því.

Mig langaði til að sýna ykkur nokkrar hugmyndir fyrir baðherbergið, þá sérstaklega undir baðvaskinn.
Ef ég væri að fara að kaupa mér innréttingu, þá myndi ég nota gamalt borð eða einhverskonar kommóðu/skáp... það er eitthvað svo fallegt og einstakt við það..
finnst þér ekki?

skoðum nokkrar myndir saman...

 Þetta er svo sniðug lausn, alltaf hægt að finna frekar ódýrt borð á nytjamörkuðum, jafnvel einhver ef til vill að fleygja einu slíku.. sem hægt væri að nota.
þetta borð hér að ofan er einstaklega fallegt, og hvíti stóri vaskurinn, svo auðvitað blóm og kertaljós setur punktinn yfir i-ið
Ég hefði eflaust valið fallegri spegil og jafnvel haft hillur eða fallegan skáp vinstra megin fyrir ofan blómið.
körfur undir borðinu er lika sniðug lausn fyrir handklæði eða annað.

Skemmtilegt baðherbergi hérna... ohh sjáiði skápinn, og tveir vaskar.
hver væri ekki til í það his and hers :)
tala nú ekki um hvað þeir eru fallegir og kranarnir líka, dásemd. 


 leyfði þessari mynd að fljóta með, fallega hrátt og stílhreint.
sniðugt að hengja á kranann...

 Ég er nú með eitt svona borð, bara alveg brúnt, sem ég nota sem skrifborð.
svo á ég annað á vinnustofunni, sem á eftir að pússa :)
þau eru svo einföld þessi, en elska þetta gamla look á þeim.


Smart gamall skápur sem er notaður sem vaskaskápur.... 


Þessi lausn er flott, Borðið bara sagað, og fest á vegginn, ég hef séð svona borð notuð sem gangaborð eða í stofu, en auðvitað hægt að nota á baðherberginu líka. Sjáiði líka snagann á hliðinni... 


ohhh bara ef ég ætti eitt svona baðkar, þá held ég að ég myndi liggja leeeeengi í því ::)
ég væri líka með svona flotta hillu fyrir kertaljos og sápuna... jafnvel smá rauðvin og bubblur í baðið...
neee hehe  maður má láta sig dreyma...
sjáiði lika litla sæta kollinn við hliðiná baðkarinu, krutt þessi.

Sjáumst á morgun með meira skemmtilegt blogg
þá fáiði að sjá skápinn minn... ó já :)

þangað til næst
kve'ðja Álfadisin.


Engin ummæli: