laugardagur, 21. júní 2014

Hvítur romance - inspiration



Mér finnst eins og það sé ár og öld síðan ég bloggaði síðast.
Svona er þetta þegar það er nóg að gera á vinnustofunni og gera upp gamalt dót :)

í kvöld ætlum við að hafa það huggulegt með því að fá hugmyndir hvernig hægt er að hafa hvítt og romance heima við...

það er alltaf hægt að nýta það sem maður á með því að spreyja eða mála.

lítum á nokkrar hugmyndir.

Það er svo sniðugt að spreyja gamla tösku í hvítu og tylla henni ofaná lítið borð..
gordjöss sem náttborð.

Hver á ekki svona gamla vegg kertastjaka í geymslunni...
frá afa og ömmu eða foreldrum..
Tilvalið að spreyja hvíta... 

mér finnst svona gamlir kollar svo sætir... og gefur þeim meiri karakter þegar málningin er farin að flagna.

Flott er að setja hvítt blúnduefni inní skápahurðir...

ohh vildi að ég ætti þennan, svo flottur

gamlar hurðar gefa heimilinu mikinn sjarma.. hægt að hengja fallega hluti á hana...

Dásemd




Einsog þið sjáið þá er ofureinfalt að gera hvítt og rómantískt í kringum sig...
bara finna réttu hlutina og spreyja eða mála hvíta..
svo er alltaf sniðugt að nota smá lit með :)

þangað til næst 
kveðja Álfadís


Engin ummæli: