Þessa uppskrift vefrðið þið að prófa um helgina...
og láta mig svo vita hvernig smakkaðist ;)
Kannist þið ekki ekki við að festast í sömu rútínunni í eldhúsinu...
alltaf það sama í matinn? Ég fékk svo mikið leið á því og fannst vanta einhverja fjölbreytni í matargerðina þá sérstaklega varðandi kryddið og bragðið...
Ekki það að ég sé slæmur kokkur, fannst bara orðið leiðinlegt að elda það sama aftur og aftur.
Eitt kvöldið ákvað ég að liggja yfir netinu og finna ljúffengar og góðar uppskriftir, en sem er líka fljótlegt að gera.. og ætla ég að deila þeim hérna með ykkur næstu daga..
aww eruði ekki ánægðar með það...
í dag ætla ég að deila með ykkur klikkuðum steikar tortillum street style...
fann þessa á food tube á youtube algjör snilld..
og kokkurinn er svo skemmtilega hress
Ég ætla að skrifa uppskriftina fyrir ykkur, og læt myndbandið líka fylgja með..
þið verðið bara að sjá þennan gaur... svolítið sjúskaður en skemmtilegur :)
Uppskrift steak tortilla
hálfur laukur
Chorizo
tvö hvítlauksrif
rauður chilli
eitt chilli
ferskt kóríander
allt skorið og steikt á pönnu...
ein dós af hökkuðum tómötum, bætt útá pönnuna.
Nautakjöt (ég notaði mínútusteik)
lemja hana vel... smá olía og salt og pipar.
henni skellt á grillið eða grillpönnuna og smá chorizo með..
síðan er gott að skera smá tómata, papriku eða hvað sem þú vilt hafa með þessu.
steikin tekin af pönnunni og chorizo og allt skorið og blandað saman..
(hann notar crackling sem eg veit ekki hvað er, minnir a brauðteninga, en eg notaði bara tortilla flögur og muldi yfir)
Að lokum eru tortillurnar hitaðar á pönnunni.
sýrður rjómi settur á hana salsað og kjötið ...
vafið upp og voila. nammm svo gott.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli