fimmtudagur, 2. apríl 2015
Páskafrí og stofan mín
Þá er páskafríið hafið og mikið er það nú gott. Það verður gætt sér á smá páskaeggi og góður matur á borðum. En vegna þess að ég er nýflutt þá verður nú ekki mikið um að fara útá land, heldur dúllað hérna heima við. Stofan var fyrst á dagskrá og það er búið að setja upp gardínur, mála vegg, nýtt áklæði á sófann og fleira. Og auðvitað koma myndir þegar allt er ready.
En ég var að vandræðast með vegginn þar sem sjónvarpið er á, því mig langaði að hafa flottar grófar hillur við hliðiná fyrir smá punt og bækur.
Eftir smá brainstorm þá datt mér snilldar ráð í hug, í stað þess að kaupa tilbúnar ikea hillur, þá var farið í Byko og keypt ein löng spýta eða 480 og 5 cm þykk... hún bútuð niður í fjórar 115 cm langar hillur. Svo var fjárfest í hilluberum og bæsi og hafist handa...
Hér sést glitta í sjónvarpsskápinn, það sem mér fannst svo sniðugt var að hafa allar snúrur og fjöltengi neðst í skápnum svo var bara borað gat neðst og ofaná hann fyrir öll tengi.... snilld.
Veggurinn er líka nýmálaður og fínn en liturinn er frá sérefni og heitir signature grey alveg mattur.
hér er ein hillan, verið að festa hilluberann á... en þið sjáið hversu skemmtileg áferð kemur ef bæsið er penslað hér og þar, þynnt með vatni og síðan þurrkað með tusku...
Það var reyndar pínu klaufalegt að festa þær á vegginn, vegna þess að við fengum vitlausa tappa í Byko..... þannig ég þarf að bíða fram á laugardag með að sýna ykkur framhaldið... stay tuned!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli