laugardagur, 28. mars 2015

Laugardagsblíða og keramik


Það er alveg yndislegt veður í dag, sólskin og logn. Ég finn það bara að sumarið fer að ganga í garð.
útiblómin og fegurðin er að spretta upp í blómabúðum landsins og fólk farið að dusta rykið af útihúsgögnunum og grillinu, ó já við skulum nú vona að við fáum sólarsælu í sumar finnst við eiga það svo fyllilega skilið miðað við þetta rok og úrkomu síðustu daga.

Ég lofaði ykkur að vera dugleg að sýna hvað ég væri að gera í skólanum. Ég er með nokkur verkefni í gangi í keramik áfanganum og langar mig að sýna ykkur hvernig vasinn minn lítur út, sem já hefur tekið örlítið langan tíma að gera.
Hann er handunninn með svokallaðri pulsuaðferð...  leirnum er semsagt rúllað í pulsur og þær lagðar ofaná hver aðra og úr því getur maður búið til nánast hvað sem er, en það þarf að vanda verkið og passa að engin göt myndist. hér koma nokkrar myndir...
Ég ákvað bara að taka hann með heim yfir helgina og dúlla mér við að gera munstrið í hann.
Svo þegar búið er að glerja þá fáið þið auðvitað að sjá myndir af því :)








Engin ummæli: