þriðjudagur, 12. maí 2015

Grill úr vörubrettum og hellum.


Mig langaði alveg hrikalega mikið í grill á pínulitlu svalirnar mínar, en langaði alls ekki að það myndi taka allar svalirnar og þá hefði ég ekkert pláss fyrir blóm og fleira dúllerí. Þannig hugmyndin var að útbúa það sjálf úr vörubrettum og hellum. Ég hafði séð mjög sniðugar hugmyndir á netinu með allskyns húsgögnum og borðum sem voru gerð úr vörubrettum og grill sem eru hlaðin með hellum eða múrsteinum... En ekkert sem var bæði gert úr vörubretti og hellum..

Já svalirnar eru sko pinkupons liggur við eins manns svalir, þannig mig langaði að geta sett grillið upp þegar það var i notkun og tekið svo niður og haft blóm og svona þegar það var ekki í notkun.
Hér koma myndir en ég á ábyggilega eftir að gera þetta eitthva huggulegra með tímanum.
Setja t.d kryddplöntur fremst á brettin og láta hanga á því.

Hér sjáiði útkomuna, og já það var sko grillað strax.....  :)




1 ummæli:

Rósir og rjómi sagði...

vá, en æðislega flott og æðislega skemmtilegt!