mánudagur, 17. nóvember 2014

Tréhönnun - gosi



Á milli þess sem ljósið var að þorna í tíma, þá ákvað ég að byrja á snaga.
En það var annað verkefni annarinnar.

Mig langaði til að hanna einhvern flottan barnasnaga, þó ég eigi ekki barn sjálf, mér finnst bara barnaleikföng og húsgögn svo skemmtileg, og margir möguleikar.

Ég fékk mjög mikið inspiration frá gosa, og ákvað ég að finna upp snaga sem væri í anda hans.
ég ákvað að saga út þrjá hausa sem væru svo allir með mislangt nef...
því jú nefið a´gosa stækkaði þegar hann laug, nefið átti semsagt að vera snaginn sjálfur...

 Hér er ég búin að saga snagana út, og teiknaði með blýant andlitið.

 Fyrsta skiptið í rennibekk, ægilega gaman.
þarna var nefið að verða tilbúið.

nefið...


Síðan datt mér í hug að gera lítinn kubb fyrir aftan hann og þar væri hægt að hengja herðatré, þannig það liti út einsog gosi væri í flíkinni.
Ótrúlega skemmtileg pæling og krakkarnir gætu haft gaman af að "klæða" gosa og þannig hvatt þau til að hengja fötin sín upp.

hér sjáiði svo gosa snagana tilbúna, en ég á bara eftir að hengja þá upp...
setti bara franska skrúfu aftaná, þannig að þær geta skrúfast beint í vegginn...
gaman að geta ráðið staðsetningunni á þeim sjálfur...


hérna eru þeir..
mislangt nef og ægilega sætir :)

Ef þú hefur áhuga á að kaupa svona snaga, þá máttu endilega commenta hér eða senda mér póst á Álfadís...  

Engin ummæli: