laugardagur, 19. apríl 2014

Svíf þú inn í svefninn


Það fer að líða að því að maður leggist uppí...
enda er ég afskaplega þreytt eftir daginn, ég var á fullu að vinna á vinnustofunni, til að geta komið eitthvað af þessum verkefnum frá mér.. og fór líka með gleraugun mín, því ég var að fá sterkari gleraugu og þau voru að þreyta mig voðalega mikið...
hrædd um að þau séu of sterk...
En það kemur í ljós eftir páska, þá fer ég aftur í sjónmælinguna :)

í dag var ég að vinna að fallegu náttborði, málaði það vel að innan og utan ... en fannst eitthvað vanta.. tók stensil og gerði fallegt munstur framaná skápahurðina... það er alltaf svo gaman að gera svona tilraunir, ég hugsaði með mér að ef það kæmi ekki vel út, þá myndi ég bara pússa og mála yfir það.

En vitiði hvað..
Ég held að útkoman verði bara mjög flott.

En hvað segiði er ekki málið að fara að hjúfra sig undir sængina, loka augunum og láta sig svífa inn í svefninn...

Á morgun er svo hægt að gæða sér á páskaeggi nammm...
Ég á því miður ekki en ætla að fá smá mola af páskaeggi kærastans hihi
hann fékk nefnilega páskaegg frá vinnuveitandanaum :) ohh alltaf svo heppinn :)

En jæja nóg af blaðri í mér..
þangað til næst

kveðja Álfadísin








Engin ummæli: