miðvikudagur, 2. október 2013

Skrifstofan: skandinavískur/retro stíl, góð ráð



Skandinavískur retro stíll er mikið inn núna.

En hvar og hvernig getum við náð fram þessum stíl.
Það er um að gera að fara í geymsluna og gramsa , því þar getur leynst ýmislegt.
Góði hirðirin, kolaportið og ýmsir nytjamarkaðir koma líka að góðum notum þegar þið eruð að breyta og bæta heimilið, og viljið ekki eyða fúlgu fjár.

Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir skrifstofuna / vinnuaðstöðu

Gamall retro lampi við skrifborðið er algjört möst. Hægt er að finna einn slíkan í góða horðinum, og spreyja hann t.d svartan. Svona stálfætur fékk ég um daginn fyrir 1500 kr.



Það er lítið mál að smíða svona tröppuhillur, tekur sirka 3 tíma með hjálp frá einhverjum laghentum :)
síðan bara um að gera að mála þær eða halda hráa lúkkinu.



Hér er krítarmálningin notuð á veggin og fæst hún í t.d ólátagarði niðrí skeifu.
og fleiri verslunum.



Gamalt skrifborð, sem fæst á mörgum nytjamörkuðum fyrir slikk.



Gamlir stólar gera mikið fyrir heildarlookið.


Þetta borð er æðislegt. gamlar spýtur sem hægt er að fá gefins á sorpu t.d
bara pússa þær og bæsa. fá fætur í góða hirðinum fyrir 1500 kr eða kaupa í IKEA (kosta ekki svo mikið)



Hægt er að finna allskyns fallegar myndir á netinu, sem er flott að hengja á vegginn hjá skrifborðinu. Já eða bara taka sínar eigin myndir og prenta út.

Smart, einfalt og soldið hrátt er alveg málið.



Hér er gæra sett á skrifborðsstólin. Kemur vel út.
takið líka eftir myndunum á veggnum sem eru festar með klemmum á litla snúru.



flott.


látlaust og flott. Þarna fær viðurinn að njóta sín og svarti liturinn.




Engin ummæli: