miðvikudagur, 2. október 2013

Heimilið: DIY púðaver


Það er búið að vera á döfinni hjá mér að sauma ný púðaver utanum púðana í sófanum,
 hin voru orðin frekar þreytt og lúin. Loksins tók ég mig til og dreif í þessu. 
Og útkoman er bara nokkuð fín....


Ég fékk röndótta efnið í IKEA aðeins 1290 meterinn, tölurnar eru frá vouge en þær kostuðu soldið.
Síðan rakst ég á þetta fallega gráa ullarefni í Vouge, þar fékk ég líka svo góða þjónustu. Mæli með að þið kíkið við.





Koma þeir ekki bara vel út?





Hér sjáiði alla púðana saman.
Tveir stórir röndóttir og einn grár ullar.
svo fékk gæran frá ikea að fylgja og gamall púði sem afi minn saumaði.




2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

flottir!! er einmitt með þetta röndótta efni í stofunni minni.
Þér finnst tölur dyrar....það finnst mér líka:), ég fer í nytjamarkað samhjálpar á stangarhyl, þar eru öll föt á 300 kr stk, ef þú ert heppin finnurðu jakka,kápu eða annað með fullt af fallegum tölum og klippir af og notar í svona verkefni:) Smá tips:)
kveðja
kristjana

Rósir og rjómi sagði...

mjög flottir púðar!