mánudagur, 4. nóvember 2013

Trjádrumbar...


Jæja loksins komið nýtt blogg...

Það er búið að vera mikið að gera uppá síðkastið í kertagerðinni.
Þannig mér fannst alveg kominn tími á smá pásu, og setja eitthvað sniðugt blogg hérna inn.

Ég er mikið búin að vera að skoða á netinu, og rakst á ótrulega sniðug borð.

Þessi eru hreint út sagt æðisleg, og ef maður nennir þá er hægt að búa til sitt eigið.

Ég og pabbi minn, fórum á vinnustofuna mína einn daginn.
og tókum eftir nokkrum trjádrumbum á róló vellinum.
Pabbi hikaði ekki og sagði bara.... Þessi er flottur.
Og benti á risastóran trjádrumb.
Síðan var honum bara rúllað inná vinnustofuna.

Hann bíður bara eftir að sér verði breytt í fallegt borð.

En hvað segið þið, þaðværi gaman að heyra ykkar álit.
og hvort einhver hafi prófað að gera svona.











Segðu mér endilega þitt álit :)

Engin ummæli: